Ferskleiki, gæði, þjónusta & vandvirkni

Fylgifiskar er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2002 með þeim tilgangi að bæta ímynd fisks og sýna með því þakklæti til alls þess fólks sem í gegnum aldirnar hefur unnið hörðum höndum við öflun og vinnslu fisks við erfiðar aðstæður.

Stofnendur og eigendur Fylgifiska eru systkinin Guðbjörg Glóð og Gunnar Logason. Frá árinu 2002 hefur þéttur Fylgifiskahópur myndað og mótað fyrirtækið eins og það er í dag

Guðbjörg Glóð Logadóttir
Stofnandi og eigandi

“Ég var búin að vera með hugmyndina um Fylgifiska í maganum í 10 ár þegar ég lét verða að því að stofna fyrirtækið. Með Fylgifiskum viljum við auka hróður íslenska fisksins og þannig þakka honum fyrir að vera lyftistöng íslendinga upp úr fátækt til sjálfstæðis og velmegunar”

Gunnar Logason
Eigandi

Hefur starfað í Fylgifiskum frá fyrsta degi. Þau Guðbjörg hafa ávalt verið samstíga varðandi stefnu Fylgifiska. Ferskleiki, gæði, vandvirkni og þjónusta eru í fyrirrúmi.

Viltu senda inn fyrirspurn eða koma einhverju á framfæri við FYLGIFISKA?

fylgifiskar@fylgifiskar.is
Sími: 533-1300

Nýbýlavegur 4
200 Kópavogur