Upplýsingar

Eldunaraðferð

þegar heim er komið 

Fiskisúpurnar eru hitaðar upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.

Humarsúpan er oftast afgreidd frosin en hægt að biðja um hana þiðna. Fljótlegt er að þíða hana upp heima með því að setja föturnar í heitt vatn í vaskinum eða þar til súpan lostnar frá og klára svo að þíða upp í pottinum við vægan hita. Sömu aðferð má nota við frosinn humar en þá er betra að nota volgt vatn.

Humarsúpan er svo hituð upp að suðu, humarinn er snöggsteiktur á pönnu, salt og pipar eftir smekk. Humrinum er jafnað út á milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.

Hvað þarftu mikla súpu?

Súpa sem aðalréttur 0,25-0,35 ltr/mann
Súpa sem forréttur 0,15-0,2 ltr/mann

Við seljum súpurnar í heilum og hálfum lítrum

Hvað þarftu mikinn fisk?

Súpa sem aðalréttur 100 - 150 gr/mann
Súpa sem forréttur um 75gr/mann

Hvað þarftu mikinn humar?

Súpa sem aðalréttur 75 - 120 gr/mann
Súpa sem forréttur um 50 gr/mann


Pöntunarblað og súputegundir

Nafn *
Nafn
Ath. ekki nota bil eða tákn
Súpugerð *
Hvar viltu sækja? *
Brauð, köld salöt, fiskrétti?

Austurlensk súpa
með kókos & kóríander

Austurlensk fiskisúpa er fyrir löngu orðin klassísk í Fylgifiskum enda hefur hún verið á boðstólum hjá okkur frá fyrsta degi. Þessi vinsæla súpa er gerð úr kókosmjólk, chilli og kóríander.

Verð = 1.850 kr/ltr
Súpufiskur ekki innifalinn

Klassísk
Fiskisúpa

Klassíska fiskisúpan er nýjung hjá okkur. Hún er rjómalöguð með kryddjurtum og hvítvíni (ekki áfeng).

Innihald: Fiskisoð (vatn, bein, laukur, gulrætur, sellerí, krydd), rjómi, hvítvín, sveppir, timjan

Verð = 1.850 kr/ltr
Súpufiskur ekki innifalinn

_MG_2918.jpg

Rjómalöguð Humarsúpa

Rjómalöguð humarsúpa sem er unnin frá grunni í Fylgifiskum. Heimagerður humarkraftur, rjómi, tómatur, karrý og koníak prýða þessa sívinsælu súpu. Hún er orðin ómissandi um jól og áramót.

Innihald: Humarsoð (vatn, humarskel, laukur, gulrætur, sellerí, krydd), rjómi, tómatar, koníak, krydd

Verð – 2.990 kr/ltr án humars

 

  • ATH - það er enginn skelfiskur í fiskisúpunum okkar en þó fyllsta öryggis sé gætt er erfitt að tryggja 100% skelfisksöryggi.
  • Ef vandamál koma upp við pöntun, vinsamlegast sendið pöntun á glod@fylgifiskar.is