Upplýsingar

Eldunaraðferð

þegar heim er komið 

Fiskisúpurnar eru hitaðar upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.


Humarsúpan er hituð upp að suðu, humarinn er snöggsteiktur á pönnu, salt og pipar eftir smekk. Humrinum er jafnað út á milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.

Umbúðir

Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.

Hvað þarftu mikla súpu?

Súpa sem aðalréttur 0,25-0,35 ltr/mann
Súpa sem forréttur 0,15-0,2 ltr/mann

Við seljum súpurnar í heilum og hálfum lítrum

Hvað þarftu mikinn fisk?

Súpa sem aðalréttur 100 - 150 gr/mann
Súpa sem forréttur um 75gr/mann

Hvað þarftu mikinn humar?

Súpa sem aðalréttur 75 - 120 gr/mann
Súpa sem forréttur um 50 gr/mann


Súputegundir

 
Nafn *
Nafn
Ath. ekki nota bil eða tákn
Súpugerð *
Hvar viltu sækja? *
Brauð, köld salöt, fiskrétti?

Austurlensk súpa
með kókos & kóríander

Austurlensk fiskisúpa er fyrir löngu orðin klassísk í Fylgifiskum enda hefur hún verið á boðstólum hjá okkur frá fyrsta degi. Þessi vinsæla súpa er gerð úr heimagerðu fiskisoði, kókosmjólk, chilli og kóríander.

Verð = 1.850 kr/ltr
Súpufiskur ekki innifalinn

Ítölsk súpa
með tómat & basil

Ítalska fiskisúpan okkar er rjómalöguð með hvítvíni, tómat og basil. Skemmtilegt mótvægi við austurlensku fiskisúpuna. Góð við alls konar tækifæri og stútfull af grænmeti.

Verð = 1.850 kr/ltr
Súpufiskur ekki innifalinn

Rjómalöguð Humarsúpa

Rjómalöguð humarsúpa sem er unnin frá grunni í Fylgifiskum. Heimagerður humarkraftur, rjómi, tómatur, karrý og koníak prýða þessa sívinsælu súpu. Hún er orðin ómissandi um jól og áramót.

Innihald: Humarsoð (vatn, humarskel, laukur, gulrætur, sellerí, krydd), rjómi, tómatar, koníak, krydd

Verð – 2.990 kr/ltr án humars

 

Viltu panta?

  • ATH - það er enginn skelfiskur í fiskisúpunum okkar en þó fyllsta öryggis sé gætt er erfitt að tryggja 100% skelfisksöryggi.
  • Ef vandamál koma upp við pöntun, vinsamlegast sendið pöntun á glod@fylgifiskar.is