Panna

Byrjaðu með heita pönnu. Settu roðið niður og steiktu í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið

Ofn

Forhitaðu ofninn í 180°C. Settu roðhliðina niður. Raðaðu þannig í eldfast mót eða ofnskúffu (gott að setja bökunarpappír undir) að bil sé á milli bitanna. Bakaðu í 12-15 mínútur.

Meðlæti

Gott að hafa austurlenskar núðlur, cous cous eða bankabygg með, að ógleymdri sætu chilli sósunni okkar.

 
Verði ykkur að góðu!