Páska tilboð

Rjómalöguð Humarsúpa
"hátíðlegt, HOLLT OG GOTT"

Afsláttar verð 2.500 kr/ltr - Fullt verð 2.990 kr/ltr

 

Hvað er í súpunni?

Humarsúpan okkar er rjómalöguð, kraftmikil og koníaksbætt. Við vinnum hana frá grunni úr humarskeljum og nostrum við að ná humarsúpubragðinu okkar sem við höfum þróað á áralöngum ferli.

Athugið að humar fylgir ekki með en fæst bæði ferskur og frosinn í verslunum okkar. Að auki seljum við afar góð baguette sem smellpassa með, þau er einnig hægt að fá frosin.

Hvað er hver lítri fyrir marga? 

Sem aðalréttur: 3 - 4 fullorðna
Sem forréttur: 6 manns

Hvað á að gera þegar heim er komið?

Setja súpuna í pott og hita upp að suðu. Snöggsteikja humarinn og hella svo rjúkandi humarsúpunni yfir. Einnig má skera humarinn í minni bita og láta hann eldast meðan súpan er að ná upp suðu. Súpuna má bragðbæta eða drýgja með rjóma eða þeyttum rjóma. Fallegt er að skreyta súpuna með vænni teskeið af þeyttum rjóma og smátt skorinni steinselju. 

Geymsluþol

Súpan geymist vel í ísskáp fram yfir páskahelgina. Súpuna má einnig frysta og nota síðar. 

 

Pöntunarblað

Tilboð til afhendingar miðvikudaginn 28. mars eða 31. mars - Pantanir þurfa að berast fyrir kl 22.00 mánudaginn 26. mars


Nafn *
Nafn
Fornafn/eftirnafn
Við seljum ekki í hálfum ltr á tilboði
Hvar viltu sækja? *
Hvenær viltu sækja? *
ATH! Þeir sem sækja á laugardegi geta einungis sótt á Nýbýlavegi

Súpurnar í FYLGIFISKUM

Við bjóðum upp á þrjár gerðir af súpum í FYLGIFISKUM, tvær fiskisúpur og eina gerð af humarsúpu.

  1. Austurlensk súpa með kókosmjólk, kóríander og chilli. Þessi súpa hefur verið með okkur frá upphafi og er fyrir langa löngu komin með fastan kaupendahóp sem vill ekkert annað. Súpan er ekki sterk en getur aðveldlega orðið það með smá slettu af Sambal olek, Sriracha eða tom yum mauki. 
  2. Ítölsk súpa með tómat, rjóma og basil. Þessi kraftmikla súpa er stútfull af maukuðu grænmeti og má auðveldlega breyta henni í mexikóska súpu með nachos og þurkuðu chilli. 
  3. Rjómalöguð og koníaksbætt humarsúpa. Súpan sem sigrar á hverjum jólum. Algjör hátíðarsúpa sem kætir alla humar unnendur.

Súpurnar eru seldar sér en hægt er að kaupa smátt skorinn blandaðan fisk (súpufisk) sem er tilvalinn í súpurnar. Þegar heim er komið þarf einungis að hita súpurnar upp að suðu og setja fiskinn út í. Fiskurinn þarf ekki að eldast nema rétt við það að fara út í heita súpuna. Einnig má skipta honum milli diskana og hella rjúkandi súpunni yfir.