Langa með dijon & kapers er góð á pönnu, í ofni og á grilli

Panna

Steiktu á heitri pönnu í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Athugið að alltaf verður að meta stærð stikkjanna sem um ræðir en langan er þétt í sér og þarf því töluvert lengri tíma en annar fiskur.

Til hátíðabrigða

Til hátíðabrigða má setja hvítvín og rjóma út á pönnuna eftir að fiskurinn hefur verið tekinn af og gera sósu til að hafa með löngunni.

Ofn

Forhitaðu ofninn í 180°C. Settu lönguna í eldfast mót. Bakaðu í 17-20 mínútur.

Meðlæti

Gott að hafa tilbúnu kartöflurnar okkar eða kartöflumús með.

 
Verði ykkur að góðu!