Panna

Byrjaðu með heita pönnu og steiktu í olíu eða smjöri u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið. Mjög gott að kreysta sítrónu yfir eða strá maldon salti þegar steikingu er lokið.

 

Karrý koli sem "smørre-brød"

Áður en þið steikið kolann ergott að undirbúa grófa brauðið. Ýmislegt er gott undir kolaflökin en fátt toppar svissaðan lauk, fínt skornar tómatsneiðar og japanskt mæjónes. Ekki gleyma að kreysta sítrónu yfir.

 

Meðlæti

Karrý koli er góður með grísku salati og hýðisgrjónum.

 

Verði ykkur að góðu!