Við óskum ykkur gæfu & gleði um hátíðarnar
— FYLGIFISKAR

Reyklaxarúlla

Reyklaxarúlla með pistasíuhnetum er einn vinsælasti forréttur sem seldur hefur verið fyrir jól og hátíðir í Fylgifiskum. Við bjóðum ykkur nú að panta reyklaxarúllu alla aðventuna. Pantanir þurfa að berast einum virkum degi fyrir afhendingardag. 

Verð 7.990 kr/kg

Blinis með gröfnum laxi

Við bjóðum upp á sérpantanir á blinis með reyktum eða gröfnum laxi. Þetta er frábær forréttur eða smáréttur og sómir sér afar vel á hlaðborðum. Pantanir þurfa að berast tveimur virkum dögum fyrir afhendingardag. 

Verð : 420 kr/stk

Innbakaður lax

Aðventan er fullkomnuð með innbakaða laxinum okkar. Ferskur lax með sítrónu og basil mús á spínatbeði og vafinn í smjördeig. Þú pantar fyrir hópinn þinn og bakar heima. Pantanir þurfa að berast einum virkum degi fyrir afhendingardag. 

Eldunaraðferð: Forhitið ofninn í 200°C, bakið í 35 mínútur eftir stærð/fjölda

Verð : 4.900 kr/kg

Koníaksbætt Humarsúpa

Við gerum humarsúpuna okkar frá grunni. Hún er rjómalöguð, koníaksbætt og gerir öll matarboð betri. 

Eldunaraðferð: Setjið humarsúpuna í pott og látið suðuna koma upp. Snöggsteikið humarinn eða skerið hann í smáa bita og setjið í pottinn rétt áður en súpan er borin fram.

Forréttur: 150 ml/mann
Aðallréttur: 250-350 ml/mann

Verð: 2.990 kr/ltr án humars

Humarsúpu mynd 2.jpg

ÝMSIR AÐRIR RÉTTIR

Skelfiskssalat í kampavíns vinegrette, frábær forréttur, bæði volgur í tartalettum, á ristuðu brauði eða á salatbeði - 6.500 kr/kg

Blandaðir sjávarréttir í kryddjutra- og rjómasósu. Frábær aðallréttur fyrir þá sem ekki borða kjöt og líka alla hina - 3.790 kr/kg

Skellaus humar í kryddjurtamauki, tilbúinn á pönnuna eða beint í humarsúpuna - 5.900 kr/kg frosinn - 8.900 kr/kg kryddaður og þiðinn.

Humarragu í rjóma saffran sósu. Flottur forréttur eða smáréttur. Góður á ristuðu brauði eða í tartalettur. Slær alltaf í gegn 8.900 kr/kg

Dim Sum með silungamús og chilli-kóríander dipp sósu - 350 kr/stk


Viltu panta?

Nafn þess sem pantar/sækir *
Nafn þess sem pantar/sækir
Ath ekki nota bil eða tákn
Hvar viltu sækja? *
Þú mátt sækja pöntunina þín eftir hádegi