Fyrirkomulag "á staðnum" í hádeginu

Í hádeginu erum við að elda fiskréttina okkar. Þú kemur í verslanir okkar og velur einn eða tvo rétti dagsins til að borða á staðnum eða til að taka með heim. Þú þarft ekkert að bíða nema rétt á meðan við setjum á diskinn þinn.
Við bjóðum einnig rjúkandi góðar fiskisúpur sem bragð er af með okkar rómaða baguette brauði.
Fiskur dagsins 2.390 kr
Súpa dagsins 1.550 krFyrirkomulag "take-away" fyrir hópa

Fyrirtæki geta valið úr mismunandi fiskréttum í hverri viku sem eru birtir hér á síðunni til þess að fá sent til sín eða sækja,
hvort sem pantað er í Borgartúni 26 eða Nýbýlavegi 4.

Skilmálar

Fyrirtæki sem panta mat í Fylgifiskum þurfa að panta fyrir kl. 10.30 samdægurs. Heimsending miðast við 8 manns eða fleiri Minni hópum gefst að sjálfsögðu kostur á að panta og sækja til okkar.

Umbúðir & Umhverfið

Samkvæmt umhverfisstefnu Fylgifiska eru allar pantanir afhendar í stórum umbúðum. Þau fyrirtæki sem vilja fá matinn í take-away bökkum þurfa að taka það sérstaklega fram.

Afsláttur & akstur

Þeir sem panta fyrir kl 10.30 fá 10% afslátt af verði. Heimsending kostar 2.500 kr í póstnúmer 103, 105, 108, 200. En 500 - 1.000 kr aukagjald leggst á önnur póstnúmer á höfuðborgarsvæðinu.


Hópamatseðill 7-11.okt

Mánudagur - Þriðjudagur
Ofnristuð bleikja að hætti Fylgifiska
Pönnusteikt rauðspretta að hætti Fylgifiska
Tikka masala keila með grænmeti

Miðvikudagur
Ofnristuð bleikja að hætti Fylgifiska
Pönnusteikt rauðspretta að hætti Fylgifiska

Fimmtudagur
Pönnusteikt rauðspretta að hætti Fylgifiska
Ostaýsa með viltum kryddjurtum
Hnetulanga með kóríander & möndlum

Föstudagur
Ofnristuð bleikja að hætti Fylgifiska
Pönnusteikt rauðspretta að hætti Fylgifiska

VEGAN
Karrý & kókos baunir & grænmeti
eða spínat lasagna (mismunandi eftir dögum)

ATH! Það er ekki sami hádegisseðill þegar komið er og keypt í verslunum okkar Pantanir þurfa að berast til okkar fyrir kl 10.30 samdægur


  • Ath. Afhendingartími heimsendra pantana er frá kl. 11.30 - 12.15. Ef fyrirtæki vilja nákvæmari afhendingu en það er öruggast að sækja beint til okkar.

  • Ath. vinsamlega EKKI senda okkur pantanir á netfangið fylgifiskar@fylgifiskar.is