Fyrirkomulag "á staðnum" í hádeginu

Í hádeginu erum við að elda fiskréttina okkar. Þú kemur í verslanir okkar og velur einn eða tvo rétti dagsins til að borða á staðnum eða til að taka með heim. Þú þarft ekkert að bíða nema rétt á meðan við setjum á diskinn þinn.
Við bjóðum einnig rjúkandi góðar fiskisúpur sem bragð er af með okkar rómaða baguette brauði.
Fiskur dagsins 2.390 kr
Súpa dagsins 1.550 krFyrirkomulag "take-away" fyrir hópa

Fyrirtæki geta valið úr mismunandi fiskréttum í hverri viku sem eru birtir hér á síðunni til þess að fá sent til sín eða sækja,
hvort sem pantað er í Borgartúni 26 eða Nýbýlavegi 4.

Skilmálar

Fyrirtæki sem panta mat í Fylgifiskum þurfa að panta fyrir kl. 10.30 samdægurs. Heimsending miðast við 8 manns eða fleiri Minni hópum gefst að sjálfsögðu kostur á að panta og sækja til okkar.

Umbúðir & Umhverfið

Samkvæmt umhverfisstefnu Fylgifiska eru allar pantanir afhendar í stórum umbúðum. Þau fyrirtæki sem vilja fá matinn í take-away bökkum þurfa að taka það sérstaklega fram.

Afsláttur & akstur

Þeir sem panta fyrir kl 10.30 fá 10% afslátt af verði. Heimsending kostar 2.500 kr í póstnúmer 103, 105, 108, 200. En 500 - 1.000 kr aukagjald leggst á önnur póstnúmer á höfuðborgarsvæðinu.


Hópamatseðill 23-27. september

Mánudagur/Þriðjudagur
Sesam bleikja með kóríander
Pönnusteikt rauðspretta að hætti Fylgifiska
Suðrænn þorskur með sóltómat & ólífum

Miðvikudagur
Rauðspretta að hætti Fylgifiska

Fimmtudagur - föstudagur
Pönnusteikt rauðspretta

VEGAN
Karrý & kókos baunir & grænmeti

ATH! Það er ekki sami hádegisseðill þegar komið er og keypt í verslunum okkar Pantanir þurfa að berast til okkar fyrir kl 10.30 samdægur


  • Ath. Afhendingartími heimsendra pantana er frá kl. 11.30 - 12.15. Ef fyrirtæki vilja nákvæmari afhendingu en það er öruggast að sækja beint til okkar.

  • Ath. vinsamlega EKKI senda okkur pantanir á netfangið fylgifiskar@fylgifiskar.is