Gaman að grilla fisk

Nú þegar sumarið er komið eigum við alltaf eitthvað gott á grillið. Kíkið við og skoðið úrvalið. 

Hægt er að kaupa tilbúna pakka hjá okkur, en þá þarf að panta með dags fyrirvara. 

 

"Rækjur & Lax" - grillpakki fyrir 4 og fleiri

Risarækjur á spjóti
Laxasteikur með kryddblöndu dagsins
Tilbúnar kartöflur
Köld sósa
Grænt salat eða blandað grænmeti
Verð á mann: 2.990 kr/mann

 

"Standandi grillveisla" - fyrir 6 og fleiri

Laxapjót með teriyaki
Steinbítsspjót með turmerik og chilli
Risarækjuspjót basil og sítrónu
grænmetisspjót

Tvær - gerðir af köldum grillsósum

Öll spjótin eru lítil og á þeim bæði fiskur & grænmeti

Verð 3.190 kr/mann

 
 
Athugið að á laugardögum er opið í Borgartúni og verslanir okkar eru lokaðar á sunnudögum

 

Þegar grilla á fisk

Náðu upp mesta mögulega hita á grillinu þínu.
Gættu þess að grillið sé hreint og berðu á það olíu.
Lækkaðu hitann og settu fiskinn á grillið. Gott er að nota fiskiklemmu eða fiskigrind.

Mundu að fiskurinn læsir sig fyrst á grillinu en losar sig um leið og hann eldast, því er mikilvægt að láta fiskinn vera á meðan hann er fastur við grillið.

Grilltíminn miðast við hvert grill fyrir sig en fiskur þarf oftast stutta stund nema um heilan fisk sé að ræða.

Senda pöntun

Nafn *
Nafn
Hvaða dag viltu fá afhent?
Hvað eru margir sem borða?
Í hvaða verslun Fylgifiska viltu sækja?