Og leggjum metnað & natni við fiskréttina okkar

Komdu til okkar ef þú ert að leita að bragðgóðum réttum sem tekur stuttan tíma að elda. Við gerð fiskréttanna okkar notum við einungis hágæða hráefni hvort sem um er að ræða fiskinn, kryddin, grænmetið eða olíurnar. Vertu vandlátur og leyfðu okkur að aðstoða þig við val á fiskréttum fyrir kvöldið. Á hverjum degi eru fiskborðin okkar stútfull af girnilegum fiskréttum og enn girnilegra meðlæti.

Hægt að sérpanta

Við höfum á löngum tíma búið til fjöldan allan af fiskréttum. Því miður er ekki hægt að bjóða þá alla á hverjum degi né í hverri viku eða jafnvel í hverjum mánuði. Hins vegar má alltaf hafa samband við okkur og panta ef eitthvað stendur til. Við reynum okkar besta. Gætum þurft til þess 2-4 daga fyrirvara en við gerum hvað við getum.

Listinn hér til hliðar er alls ekki tæmandi

Vinsælir réttir í sérpöntun

  • Innbakaður lax
  • Saltfisksstappa
  • Saltfisksbollur
  • Laxa lasagna
  • Risarækjubökur
  • Austurlenskar fiskikökur
  • Teriyaki lax
  • Laxapönnukökur
  • Risarækjur með engifer
  • og fleiri og fleiri

 

ATH! Pantanir þurfa að berast fyrir kl 12.00 á föstudögum