Bollurnar okkar

Mikil hefð hefur skapast í kringum bolludag í Fylgifiskum. Í ár bjóðum við upp á 5 hand- og heimagerðar gerðir af fiskibollum. Við leggjum mikinn metnað í bollugerðina og kappkostum við að gera þær sem bestar.

  1. Fiskibollurnar okkar, þessar klassísku sem við hökkum í og steikjum allt árið um kring. Þessar elskur eru fyrir löngu orðnar fastur liður hjá flestum viðskiptavinum okkar. Að sjálfsögðu eru þær til sölu á bolludag. Verð 2.490 kr/kg.

  2. Austurlenskubollurnar, eru ýsubollur en hakkið er kryddað m.a. með teriyaki og sesamfræjum. Við búum svo til teriyaki & sesamsósu sem gera þær alveg dásamlegar. Verð 2.900 kr/kg.

  3. Arabískubollurnar okkar eru kraftmiklar og bragðgóðar. Gerðar úr ýsuhakki og kryddaðar með unaðslegri arabískri kryddblöndu og maukuðum tómötum. Verð 2.900 kr/kg.

  4. Krabbabollur eru sérgerðar fyrir bolludag. Þær eru kryddaðar með söxuðum kafírblöðum, chilli og kóríander. Að auki útbúum við sérstakt papriku og chilli salsa sem enginn má láta fram hjá sér fara. Krabbabollurnar slá í gegn á hverju ári. Verð 3.300 kr/kg.

  5. Laxabollur eru sérgerðar fyrir bolludag. Þær eru kryddaðar með harissa og svo útbúum við mangó salsa til að hafa með þeim. Blanda sem smellpassar. Verð 3.300 kr/kg.

Eldunaraðferð þegar heim er komið:
 - Forhitið ofninn í 200°C - hitið í ofni í 7-10 mínútur

 

Fyrir þá sem vilja losna við örtröð og tryggja sér sínar bollur þá er hægt að panta með því að fylla út formið hér að neðan. 

Athugið að pantanir þurfa að berast í síðasta lagi sunnudaginn 3. mars


Pöntunarblað

Tökum á móti pöntunum til kl 18.00 - sunnudaginn 3. mars
 

Nafn *
Nafn
Fornafn / Eftirnafn
Hvar viltu sækja? *