Sósa
250 ml grískt jógúrt
2-4 tsk harissa mauk

½ sítróna

Spjót
1 kg skötuelur í bitum
1 dl repjuolía eða extra virgin ólífu olía
2 msk Moroccan Rub frá NOMU
1 stk hvítlauksrif, marið

Pipar og salt

Beikon döðlur
12 beikon sneiðar
24 döðlur, steinlausar
 

Spjót (ef viðarspjót, látið þá liggja í bleyti a.m.k. ½ tíma áður)

 

Aðferð

Blandið saman jógúrt og harissa mauki í skál og kreistið sítrónu út í þar til þið eruð ánægð með bragð og styrkleika. Sumir þola heitari mat en aðrir og harissa er kraftmikið chilli mauk. Einnig má nota Sriracha sósu í stað harissa. Geymið í kæli þar til annað er tilbúið.

Skerið beikon sneiðar í tvennt. Rúllið hverri döðlu inn í hálfa beikon sneið og geymið. Skerið skötuselinn í hæfilega bita (um 2-3 cm á alla kanta). Veltið upp úr olíunni, morocco rub-inu, og maukuðum hvítlauk. Saltið og piprið. Raðið skötusel og beikon döðlu til skiptis. Það gerir ekkert til ef afgangur verður af döðlum. Setjið þær allar saman á eitt spjót og grillið með.


Leiðbeiningar um hvernig á að grilla er að finna á síðunni okkar en lengd fer eftir stærð bita, hitans á grillinu ykkar og hversu þétt þið raðið á spjótin ykkar. En ágætis viðmið er um 4-5 mín á hlið.

Þessi uppskrift er fyrir 5-6

Nomu kryddin fást einungis í verslunum Fylgifiska

Nomu kryddin fást einungis í verslunum Fylgifiska

Skötuselsspjot
Munið að pensla grillið með olíu áður en spjótin eru sett á

Munið að pensla grillið með olíu áður en spjótin eru sett á

Spjótin eru góð með alls konar meðlæti

Spjótin eru góð með alls konar meðlæti

Comment