Við höfum loksins fengið krækling aftur í Fylgifiskum. Þessa einföldu uppskrift fengum við frá vinum okkar í Nomu. Kryddin þeirra gera allan mat betri.

2 kg kræklingur, hreinsaður
80 gr smjör
2 hvítlauksrif, gróft skorin
1 stór laukur, fínt saxaður
1 tsk  NOMU Provencal Rub
250 ml hvítvín
100 ml rjómi (má sleppa)
2 tsk söxuð steinselja

  Mýkið laukinn í smjöri í potti ásamt Nomu kryddinu og hvítlauknum. Hækkið hitann upp í hæsta mögulega hita og bætið hvítvíninu út í, ásamt kræklingnum. Setjið lokið strax á pottinn og látið sjóða í 3-4 mínútur. Hristið við og við þar til skeljarnar hafa opnast. Lækkið hitann og bætið rjómanum saman við. En munið að henda frá óopnuðum skeljum.

  Setjið skeljarnar í stóra skál, stráið steinseljunni yfir. Hellið restinni af soðinu yfir skeljarnar.

  Réttur fyrir 4-6

  Nomu Provencial fæst í verslunum Fylgifiska

  NOMU

   

  Fæst í FYLGIFISKUM

  Comment