Við í Fylgifiskum höfum farið af stað með litla söfnun til hjálpar íbúum í Nepal.

Málið er okkur skylt því fjölskyldan hennar Indiru sem vinnur með okkur, býr í Katmandu. Þau misstu báðar verslanirnar sínar, húsið þeirra er að hruni komið, faðir hennar handleggsbrotinn, bróðir hennar fótbrotinn auk þess sem litill 4 ára systur sonur hennar missti báða fæturna við hné. Þrátt fyrir þetta telja þau sig heppin þar sem allir komust lífs af.

Hér til hliðar má sjá mynd af húsi fjölskyldu Indru, en á litlu innskotsmyndinni er hún ásamt dóttur sinni Evi.

Ágóðinn rennur til Rauða krossins sem vinnur nú að hjálparstarfi í Nepal. Við hvetjum aðra til að leggja málefninu lið.

Comment