IMG_9107.jpg
IMG_9107.jpg

Hátíðarréttir


Við bjóðum upp á ýmislegt gómsætt yfir aðventuna sem hægt er að sérpanta hjá okkur. Rétt fyrir jólin og áramótin verður hægt að nálgast flest í fiskborðunum okkar. 

SCROLL DOWN

Hátíðarréttir


Við bjóðum upp á ýmislegt gómsætt yfir aðventuna sem hægt er að sérpanta hjá okkur. Rétt fyrir jólin og áramótin verður hægt að nálgast flest í fiskborðunum okkar. 

Við óskum ykkur gæfu & gleði um hátíðarnar
— FYLGIFISKAR

Reyklaxarúlla

Reyklaxarúlla með pistasíuhnetum er einn vinsælasti forréttur sem seldur hefur verið fyrir jól og hátíðir í Fylgifiskum. Við bjóðum ykkur nú að panta reyklaxarúllu alla aðventuna. Pantanir þurfa að berast tveimur virkum dögum fyrir afhendingardag. 

Verð 6.990 kr/kg

Blinis með reyktum laxi

Við bjóðum upp á sérpantanir á stórum blinis með reyktum laxi. Þetta er frábær forréttur eða smáréttur og sómir sér afar vel á hlaðborðum. Pantanir þurfa að berast tveimur virkum dögum fyrir afhendingardag. 

Verð : 390 kr/stk lítil

Innbakaður lax

Aðventan er fullkomnuð með innbakaða laxinum okkar. Ferskur lax með fyllingu vafinn í smjördeig. Þú pantar fyrir hópinn þinn og bakar heima. Pantanir þurfa að berast tveimur virkum dögum fyrir afhendingardag. 

Eldunaraðferð: Forhitið ofninn í 200°C, bakið í 35 mínútur eftir stærð/fjölda

Verð : 4.900 kr/kg

 

Koníaksbætt Humarsúpa

Við gerum humarsúpuna okkar frá grunni. Hún er rjómalöguð, koníaksbætt og gerir öll matarboð betri. 

Eldunaraðferð: Setjið humarsúpuna í pott og látið suðuna koma upp. Snöggsteikið humarinn eða skerið hann í smáa bita og setjið í pottinn rétt áður en súpan er borin fram.

Forréttur: 150 ml/mann
Aðallréttur: 250-400 ml/mann

Verð: 2.990 kr/ltr án humars

Humarsúpu mynd 2.jpg

ÝMSIR AÐRIR RÉTTIR

Skelfiskssalat í kampavíns vinegrette, frábær forréttur, bæði volgur í tartalettum, á ristuðu brauði eða á salatbeði - 6.100 kr/kg

Blandaðir sjávarréttir í kryddjutra- og rjómasósu. Frábær aðallréttur fyrir þá sem ekki borða kjöt og líka alla hina - 3.750 kr/kg

Skellaus humar í kryddjurtamauki, tilbúinn á pönnuna eða beint í humarsúpuna - 8.990 kr/kg

Laxapönnukökur með kóríander og sítrónukremi. Hitaðar í 5-7 mínútur í ofni áður en þær eru bornar fram - 4.900 kr/kg

Humarragu í rjóma saffran sósu. Flottur forréttur eða smáréttur. Góður á ristuðu brauði eða í tartalettur. Slær alltaf í gegn - 8.900 kr/kg

Humar í skel, klofinn og kryddaður með hvítlauk & steinselju - 10.990 kr/kg

Laxapönnukökur eru sérbakaðar pönnukökur með kóríander og sítrónu fylltar með ferskum laxi og sítrónukremi - 4.900 kr/kg

Risahörpuskel í grískum legi. Létt marineruð til steikingar eða til að sneiða niður og borða hráa - 8.900 kr/kg


Viltu panta?

Safnast saman


Við bjóðum upp á ýmislegt einfalt og þægilegt til þess að bjóða upp á þegar fjölskyldur og vinir hittast yfir aðventuna. Hægt er að panta en einnig er hægt að mæta til okkar og kaupa beint upp úr fiskborðunum okkar

Safnast saman


Við bjóðum upp á ýmislegt einfalt og þægilegt til þess að bjóða upp á þegar fjölskyldur og vinir hittast yfir aðventuna. Hægt er að panta en einnig er hægt að mæta til okkar og kaupa beint upp úr fiskborðunum okkar

Veislu- og fundabakki


6 hólfa bakki með köldum salötum og brauði
rábær fyrir 6-8 manns
erð 7.900 kr pr. bakka


Sildarbakki

6 hólfa bakki með tveim gerðum af síld, kartöflur, egg og rúgbrauð
Frábær fyrir 6-8 manns
erð 7.900 kr pr. bakka